Niðurstaða rannsókna undanfarinna 9 daga:
Ísland er magnað!
Þess ber þó að geta að Ísland er töluvert magnaðara þegar maður fær ekki hálsbólgu, eyrnaverk og gigtarkast við það eitt að stíga út úr bílnum - semsagt í sumaryl. Ylur er þó teygjanlegt hugtak, hann fór ansi nærri frostmarki á ákveðnum tímapunkti í hringferðinni miklu, en skaust svo upp í dásamlegustu hæðir á Hellu á sumardaginn fyrsta, þar sem tölvuvæddi hitamælirinn á hótelinu sýndi tölu sem hafði 20 fyrir framan kommu. Það er svo sjaldgæft að þau andartök sem slíkt gerist á Íslandi eru greipt inn í huga manns um aldur og ævi og maður kallar þau fram með fjarrænt bros á annars pinnfrosnu andlitinu þegar maður norpar í norðanbyl í óvindheldu strætóskýli í febrúar.
Nú, auðvitað langar mig að skrifa um ferðalagið og deila með mínum fáu en dyggu lesendum, en það er erfitt að átta sig á því hvar skyldi bera niður.
Byrjaði á því að koma við á Bifröst, en þar kom ég einmitt undir. Hef ekki gist þar síðan í móðurkviði, en svaf bara nokkuð vel, sennilega ekkert síður en þá.
Bæjarnöfn og örnefni eru annars forvitnileg. Einu bæjarnöfnin sem mér koma í hug svona allajafna eru Hóll eða Brekka eða eitthvað álíka solid. En þarna úti á landi er alveg endalaus flóra af langsóttum samsettum bæjarnöfnum sem stundum er ógerlegt að ímynda sér hvernig hafa orðið til. Man því miður ekkert þeirra núna (nema Hól og Brekku), jú annars; Kolfreyjustaður. Og svo rétt hjá var Kolfreyja. Og svo keyrðum við yfir Þvottá og hálfri mínútu síðar yfir Skottá... thíhí nafngefandi forfeður á einhverju flippi. Svo eru bæjarnöfnin Stóri Kroppur og Litli Kroppur einnig mjög áhugaverð, svo nokkuð sé nefnt. Sjálf átti ég formæður á Amsturdammi hér eigi langt undan, ef það bæjarnafn er ekki til komið fyrir tilstuðlan erlendra áhrifa þá verð ég mjög hissa.
Á ekki orð til að lýsa Hallormsstað - þetta er eitthvað svo óíslenskt, allur þessi gróður! Verð að skoða þetta betur við tækifæri!!!
Reyðarfjörður er sorglegur. Ég sparkaði ekki í neinn og skyrpti heldur ekki á tröppurnar á skrifstofu Alcoa þegar ég trillaði erfingjanum (sem b.t.w. erfir örfoka mengunarsker, þökk sé Alcoa) þar fram hjá. Tók hins vegar eftir því að hinn mikli upp- (og/eða niður-) gangur hefur ekki enn skilað bænum eigin bakaríi. Þar á hann sumsé eitthvað sameiginlegt með Kópaskeri.
Húsavík stendur náttúrlega alltaf fyrir sínu. Þar er einmitt bakarí. Einnig hvalir og endur.
Laugasel í Reykjadal í Þingeyjasveit er og verður eitt mesta menningarsetur Íslands. Það er ekki bara veitingahús, verslun, sjoppa, bensínstöð, vídeóleiga, bar og félagsmiðstöð, heldur einnig listagallerí sem tekur púlsinn á listalífi sveitarinnar. Þar stendur nú yfir ljósmyndasýning eftir ungan sveitunga - slær alveg út skopmyndirnar af kennurum framhaldsskólans sem sýndar voru þar fyrir tveimur árum.
Jæja, það er ekki hægt að útlista rúma viku af intens landsbyggðar- og náttúruupplifunum í fáum orðum. En við ætlum aftur í sumar, alveg klárt.
Ísland er magnað!
Þess ber þó að geta að Ísland er töluvert magnaðara þegar maður fær ekki hálsbólgu, eyrnaverk og gigtarkast við það eitt að stíga út úr bílnum - semsagt í sumaryl. Ylur er þó teygjanlegt hugtak, hann fór ansi nærri frostmarki á ákveðnum tímapunkti í hringferðinni miklu, en skaust svo upp í dásamlegustu hæðir á Hellu á sumardaginn fyrsta, þar sem tölvuvæddi hitamælirinn á hótelinu sýndi tölu sem hafði 20 fyrir framan kommu. Það er svo sjaldgæft að þau andartök sem slíkt gerist á Íslandi eru greipt inn í huga manns um aldur og ævi og maður kallar þau fram með fjarrænt bros á annars pinnfrosnu andlitinu þegar maður norpar í norðanbyl í óvindheldu strætóskýli í febrúar.
Nú, auðvitað langar mig að skrifa um ferðalagið og deila með mínum fáu en dyggu lesendum, en það er erfitt að átta sig á því hvar skyldi bera niður.
Byrjaði á því að koma við á Bifröst, en þar kom ég einmitt undir. Hef ekki gist þar síðan í móðurkviði, en svaf bara nokkuð vel, sennilega ekkert síður en þá.
Bæjarnöfn og örnefni eru annars forvitnileg. Einu bæjarnöfnin sem mér koma í hug svona allajafna eru Hóll eða Brekka eða eitthvað álíka solid. En þarna úti á landi er alveg endalaus flóra af langsóttum samsettum bæjarnöfnum sem stundum er ógerlegt að ímynda sér hvernig hafa orðið til. Man því miður ekkert þeirra núna (nema Hól og Brekku), jú annars; Kolfreyjustaður. Og svo rétt hjá var Kolfreyja. Og svo keyrðum við yfir Þvottá og hálfri mínútu síðar yfir Skottá... thíhí nafngefandi forfeður á einhverju flippi. Svo eru bæjarnöfnin Stóri Kroppur og Litli Kroppur einnig mjög áhugaverð, svo nokkuð sé nefnt. Sjálf átti ég formæður á Amsturdammi hér eigi langt undan, ef það bæjarnafn er ekki til komið fyrir tilstuðlan erlendra áhrifa þá verð ég mjög hissa.
Á ekki orð til að lýsa Hallormsstað - þetta er eitthvað svo óíslenskt, allur þessi gróður! Verð að skoða þetta betur við tækifæri!!!
Reyðarfjörður er sorglegur. Ég sparkaði ekki í neinn og skyrpti heldur ekki á tröppurnar á skrifstofu Alcoa þegar ég trillaði erfingjanum (sem b.t.w. erfir örfoka mengunarsker, þökk sé Alcoa) þar fram hjá. Tók hins vegar eftir því að hinn mikli upp- (og/eða niður-) gangur hefur ekki enn skilað bænum eigin bakaríi. Þar á hann sumsé eitthvað sameiginlegt með Kópaskeri.
Húsavík stendur náttúrlega alltaf fyrir sínu. Þar er einmitt bakarí. Einnig hvalir og endur.
Laugasel í Reykjadal í Þingeyjasveit er og verður eitt mesta menningarsetur Íslands. Það er ekki bara veitingahús, verslun, sjoppa, bensínstöð, vídeóleiga, bar og félagsmiðstöð, heldur einnig listagallerí sem tekur púlsinn á listalífi sveitarinnar. Þar stendur nú yfir ljósmyndasýning eftir ungan sveitunga - slær alveg út skopmyndirnar af kennurum framhaldsskólans sem sýndar voru þar fyrir tveimur árum.
Jæja, það er ekki hægt að útlista rúma viku af intens landsbyggðar- og náttúruupplifunum í fáum orðum. En við ætlum aftur í sumar, alveg klárt.
1 Comments:
REMODELING
aluminum siding Tips for building or remodeling your dream home.
Skrifa ummæli
<< Home