föstudagur, maí 13, 2005

Nokkrir punktar:

Hefur einhver reynt að finna húsnúmer á milli Laugavegs 166 og 178? Kannski í rigningu og sagga, snemma morguns?

Tillaga: Allir húseigendur skulu skyldaðir til að merkja húsin sín skýrt og skilmerkilega með stórum og góðum númerum. Allavega eigendur iðnaðarhúsnæðis hvers konar.

Í fyrradag áttu Kópavogur og dóttir mín afmæli. Annað afmælisbarnið varð fimmtugt, hitt átján mánaða. Þarf ég að taka fram hvort afmælið mér þótti merkilegra?

Ályktun: Eigendur jeppabifreiða fá sér jeppa til að fela það hversu slæmir ökumenn þeir eru. Þetta er ekki sleggjudómur, heldur niðurstaða langra rannsókna minna, sem hafa í gegnum tíðina leitt til beygla og brothljóða á hinum ýmsu farartækjum sem ég hef átt, keyrt eða verið farþegi í. Aldrei minnist ég þess (enn sem komið er) að hafa lent í nokkrum vandræðum með ökumenn fólksbifreiða í umferðinni. Ávinningurinn fyrir jeppafólkið í því að vera á svona stórum bíl er að þar með er það ekki sjálft í jafn mikilli lífshættu og ella, en allir aðrir ættu að halda sig fjarri.

P.S. Blogglesandinn Káradís er vinsamlegast beðinn um að láta ummæli um jeppafólk ekki hafa langvarandi áhrif á samskipti við bloggskrifandann Véfrétt (- sennilega eru til undantekningar frá öllu)...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home