Einu sinni var álfaprinsessa sem lenti í þeim hremmingum að álfaheitsveinn hennar sveik hana í tryggðum, einmitt þegar þau voru í þann mund að stofna sitt eigið konungsríki! Álfaprinsessan var miður sín í margar vikur og fékk síðan hræðilegt mein sem jók enn á kvöl hennar - í viðbót við þá áþján sem innan skamms myndi dynja á; níðþungt álfavorpróf. En mitt í öllu svartnættinu, þegar öll von virtist úti, skein ljós úr óvæntri átt. Álfaprinsessan átti nefnilega frænku sem stjórnaði af mildilegri festu í nálægu konungsríki. Álfafrænkan sendi gullslegnu álfahraðlestina til að ná í prinsessuna döpru og bauð henni að dvelja hjá sér, í vellystingum, við söng og dans, í heila fimm daga - sem í álfheimum eru akkúrat passlegur tími fyrir hjartasár (sem og bólgna eitla) til að gróa.
Um þetta hefur Véfréttin aðeins tvennt að segja:
Um þetta hefur Véfréttin aðeins tvennt að segja:
- Góða ferð!
- Keyptu þér eitthvað sem glitrar og glóir!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home