miðvikudagur, apríl 27, 2005

Hvað haldiði?
Í eitt ár og þrjá mánuði hef ég verið að paufast í hálfmyrku eldhúsi þar sem lykilljósið fyrir alla vinnuaðstöðu - viftuljósið - hefur vantað. Engar perur.
Einhver fór á stúfana á sínum tíma og sagði svo frá því að aðeins væri hægt að kaupa þessar perur í einni búð á landinu, og þá aðeins með því að gefa upp alls kyns flókin númer og mál. Og svo leið tíminn og þrátt fyrir jólagjafaósk og ákafa þrá var áfram myrkur í kringum eldavélina öll kvöld. Þar til í dag... að ég ákvað að hringja í búðina góðu og fá nákvæmlega gefin upp þessi númer og mál öll svo að ég gæti nú látið verða af því að kaupa þessar blessuðu perur - úr því enginn annar gerði það.
Og viti menn - þetta voru bara ósköp venjulega 40W perur. Átti nokkrar inni í búri. Skrúfaði tvær í og voilá...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home