Í fréttum í gær var verið að fjalla um mikið tækniundur - garðsláttuvél sem slær garðinn sjálf. Lopast semsagt um upp á eigin spýtur, slær fullt af grasi og safnar því saman í leiðinni. Ef fólk fer í sumarfrí má prógrammera fyrirbærið þannig að það slái samt sjálft, í fjarveru húsbænda sinna. Vera má að ég sé viðkvæm týpa, en ég verð bara að lýsa því yfir að tilhugsunin ein um þennan grip veldur mér hrolli langt niður eftir rófubeini, eiginlega bara niður í hæla og upp aftur og út um allt - þvílíkur horror. Fyrir utan hvað þetta er augljóst efni í hryllingsmynd (litla græna sláttuvélin sem eltir þig uppi - hvar sem þú ert...!) þá langar mig aðeins að varpa fram þeirri spurningu hvort engum hafi dottið í hug að krakkar að leik gætu orðið á vegi fyrirbærisins? Nú eða gæludýr?
Maður skilur ekki eftir búrhníf úti á bletti, hann gæti valdið slysi. En hvað þá með mörg hárbeitt blöð á fullum snúningi?
Ég vona að einhverjir fleiri en ég eigi eftir koma auga á mögulega vankanta nýjasta vinar lata úthverfaplebbans.
Maður skilur ekki eftir búrhníf úti á bletti, hann gæti valdið slysi. En hvað þá með mörg hárbeitt blöð á fullum snúningi?
Ég vona að einhverjir fleiri en ég eigi eftir koma auga á mögulega vankanta nýjasta vinar lata úthverfaplebbans.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home