Eins og áður hefur komið fram valda einkanúmer mér nokkrum heilabrotum. Um helgina keyrði ég á eftir jeppa með svona háa númeraplötu, semsagt ekki svona venjulega ílanga. Jeppaeigandinn hafði, eins og fleiri í hans sporum, fengið sér einkanúmer. Það var svona:
NO
KIA
Mig minnir sterklega að jeppinn hafi verið Mitsubishi, semsagt ekki Kia. Því langar mig að vita hvort meiningin var áróður gegn Kia bifreiðum, eða auglýsing fyrir símategund (eða stígvélategund). Þó að ég hafi ekkert á móti Kia vona ég að hið fyrra hafi vakað fyrir jeppaeigandanum - hið síðara væri bara of hallærislegt, jafnvel þó að hann væri einkainnflutningsaðili Nokia á Íslandi.
NO
KIA
Mig minnir sterklega að jeppinn hafi verið Mitsubishi, semsagt ekki Kia. Því langar mig að vita hvort meiningin var áróður gegn Kia bifreiðum, eða auglýsing fyrir símategund (eða stígvélategund). Þó að ég hafi ekkert á móti Kia vona ég að hið fyrra hafi vakað fyrir jeppaeigandanum - hið síðara væri bara of hallærislegt, jafnvel þó að hann væri einkainnflutningsaðili Nokia á Íslandi.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home