miðvikudagur, október 13, 2004

Áður en ég kem mér að efninu vil ég fyrst hafa þetta á hreinu: Enginn hefur nokkru sinni vænt mig um að velgja næturgölum undir uggum á nokkurn hátt. Það er frekar að ég sé beðin (mis-) kurteislega að halda mínum hljóðum fyrir sjálfa mig þegar mér verður það á að falla í söngtrans innan um fólk. Þess vegna er afar hæpið að ég myndi nokkurn tíma hafa tekið þátt í IDOL - Stjörnuleit. Komst næst slíkum glappaskotum þegar ég mætti í áheyrnarpróf fyrir Hárið snemma á tíunda áratugnum, sá Emilíönu Torrini og fleiri söngspírur í biðröð og bakkaði hvekkt út. Nema hvað. Það sem ég vildi sagt hafa var að ég er ekki alveg viss um að aldurstakmörk í IDOLinu séu réttlætanleg. Kannski standast þau ekki einu sinni jafnréttislög. Hver ákvað það að eftir kvah, 27 ára aldur (er það annars ekki aldurstakmarkið? Jæja, allavega 26, 27 eða 28, nenni ekki að tékka) sé maður ekki lengur hæfur til þess að slá í gegn og verða poppstjarna? Á hvaða forsendum er slíkt ákveðið?
,,Æ, ertu orðin(n) 27? Hérna er skófla, þú getur byrjað að grafa gröfina þína núna."
Ég skora á eitthvert rebel á virðulegum aldri að mæta í keppnina og ljúga til um aldur sinn (og vinna).

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home