fimmtudagur, október 07, 2004

Lengi hefur Véfrétt ekki dottið í hug nokkur skapaður hlutur til að blogga um. Nema þá helst eitthvað húsmæðra- og/eða uppeldistengt, sem er bara engan veginn kúl. Þannig að þögnin hefur ríkt á blogginu og myndi ríkja enn, ef ekki kæmi til skyndileg framtakssemi. Nei, Véfrétt hefur enn ekki komið neitt í hug til að blogga um. Véfrétt er sannfærð um að heimsmálin séu á hraðleið til helvítis og að það taki því ekki að tjá sig um slík málefni. Hins vegar er hægt að blogga um ekkert, eins og hér má sjá, og þá lítur út fyrir að bloggað hafi verið nýlega og þessi langa bloggeyða verður minna þrúgandi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home