þriðjudagur, mars 30, 2004

Smá dæmisaga úr íslenskum raunveruleika: Jón, ja eða Jóna, er virkur djammari og neytandi alkóhóls og annarra vímugjafa. Jón(a) dettur að sjálfsögðu í það um helgar og slakar þá aldrei á fyrr en síðdegis á sunnudag þegar síðustu eftirpartíin leysast upp. Þess á milli hangir Jón(a) á knæpum og þjórar bjór og fær sér í haus og/eða nös áður en hann/hún keyrir til vinnu eða skóla (ef honum/henni þá helst á slíku). Jón(a) sækir um líf- og sjúkdómatryggingu hjá íslensku tryggingafélagin og líftryggir sig í botn. Ef hins vegar Jón(a) tryggir sig ekki fyrr en eftir að einn daginn þegar konan/karlinn er farin frá honum/henni og yfirdrátturinn sprunginn að það rennur upp fyrir honum/henni ljós og hann/hún ákveður að fara í meðferð, þá versnar í málum. Þá er honum/henni nefnilega greint frá því að ekkert tryggingafélag með sjálfsvirðingu taki að sér að tryggja einstakling sem hvorki dettur í það um helgar né virka daga. Alki/dópisti verður þannig að velja á milli líf- og sjúkdómatryggingar og meðferðar. Viva Islandia.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home