fimmtudagur, mars 25, 2004

Horfði á morgunsjónvarpið - aftur. Sá bara síðustu tvo liðina, konu með páskaföndur og gull- og silfursmið (sem af andlitsdráttum að dæma hefur sent ófáa grátandi aðstandendur á Al-Anonfundi, en það er náttúrlega bara minn sleggjudómur). Orðið ,,list" kom lítið við sögu, tók allavega ekki eftir því. En það sem smiðurinn var með, skartgripir, bikar og 900.000 króna silfurskál, voru allt hlutir sem alla jafna flokkast sem list eða kannski ,,nytjalist". Það sem konan var með flokkaðist hins vegar undir ,,föndur".
Ég er því að reyna að átta mig á því hvar munurinn á milli föndurs og listar liggur. Konan var með svona týpíska grein sem hún hengdi páskagult dót á, egg og glerkúlur og einhverjar hænsnamyndir og svona. Alla jafna er svona ekki kennt við list. Ef hún hefði kúkað á greinina, nú eða hengt á hana túrtappa, þá hefði það hins vegar verið list. Ég óska hér með eftir skilgreiningum á föndri, með fókus á í hvaða hólf það flokkast undir listarhugtakinu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home