fimmtudagur, mars 18, 2004

Sá stjörnu framtíðarinnar í morgunsjónvarpi Stöðvar 2 í gær. Joseph Locsin hét hann, frá Filippseyjum. Semur og syngur píkupopp. Ég reyndi að horfa með opnum huga og hugsa ekki um Leoncie, enda væri það ljótt og þröngsýnt og meinfýsið af mér. Pilturinn var augljóslega dálítið stressaður. Stöð 2 sleppti því líka að tengja míkrófóninn hans framan af lagi, þannig að maður gat stúderað hreyfingarnar og svipbrigði án truflana frá röddinni. Eftir að míkrófónninn var tengdur kom í ljós að röddin var ekki sem verst, þó að klæðaburður, dansspor og annað hafi þurft ofurlítillar fínpússunar við... Mín hugmynd er að IDOL-droppátin sem eru að fara að stofna íslenskt boyband að erlendri fyrirmynd hafi samband við hann Joseph litla og taki hann með. Þannig myndi það líka öðlast ákveðinn alþjóðlegan blæ, sem er jú alþekkt uppskrift af vinsældum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home