miðvikudagur, mars 24, 2004

Það er svo mikið rugl í gangi varðandi skipulagsmál á Íslandi, einkum og sér í lagi í Reykjavík. Í fyrsta lagi: Ef gamalt hús brennur eða er rifið eða eitthvað, þá er byggður einhver íburðarmikill glerskáli í staðinn, mitt á milli hinna gömlu húsanna. Í öðru lagi: Reykjavík er byggð upp um hæðir og hóla á meðan svæðin í gamla miðbænum drabbast niður. Í þriðja lagi: Móðins verslunarmiðstöð á Laugavegi - í staðinn fyrir nokkur friðuð gömul hús og svona? Hvað er þetta skipulagslið að hugsa? Í fjórða lagi: Risastór ofanjarðar-Miklabraut, sem skilur framtíðarbyggingasvæði í Vatnsmýri frá miðbænum. Og svo framvegis og svo framvegis.
Nenni ekki að fjölyrða mikið um þetta, þetta er bara svo mikið rugl. Kannski er til of mikið af sprenglærðum arkítektum á Íslandi, sem allir hafa sérhæft sig í glerbyggingum sem eru einkennilegar í laginu en þó ekki frumlegar og fyrirferðarmiklum umferðarmannvirkjum. Og ekki geta allir arkítektar orðið Vala Matt. Þá er náttúrlega fallegt af yfirvöldum að sjá til þess að þeir hinir séu ekki atvinnulausir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home