laugardagur, janúar 17, 2004

Hver ber ábyrgð á því að Gísli Marteinn skuli ævinlega vera kynnir á öllum fancy verðlaunaafhendingum? Ég hélt að ég gæti komist ósködduð frá Íslensku tónlistarverðlaununum ef ég horfði bara á þau með öðru auganu. En ónei, strax næstu nótt fékk ég Gísla-Marteins-martröð. Það er nóg að slysast endrum og sinnum til að kveikja á kassanum á laugardagskvöldum og lenda í Gísla-Marteins-gildru. Því ákalla ég umheiminn og alheimssálina og bið aðeins um eitt (að þessu sinni): Ekki meiri Gísla Martein!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home