sunnudagur, maí 06, 2007

Innra með Véfréttinni togast á löngunin til að blogga um kosningar annars vegar og Stubbana hins vegar. Alveg spurning hvort er mikilvægara.

Stubbarnir: Lenti í þeim ósköpum í dag að liggja berrössuð með nálar í þjóhnöppunum og hlusta á Stubbana (þeir sem ekki þekkja til fjölskylduhaga Véfréttarinnar furða sig e.t.v. á þessari aðstöðu?). Nema hvað; Stubbarnir voru eitthvað að eiga við hurðar. Og ítrekað heyrðist fullyrt: ,,Stubbarnir ganga í gegnum hurðina".

Því miður var Véfréttin ekki í þeirri aðstöðu að sjá hvaða myndskeið fylgdi með þessari fullyrðingu, kannski var þetta hryllingsmyndin Stubbarnir ganga aftur, sem vissulega hefði verið fróðlegt að sjá. En þetta var sumsé endurtekið... og endurtekið... og í hvert sinn var sem sparkað væri í berrassaða og varnarlausa málkennd Véfréttarinnar. Og engrar undankomu auðið.

Kosningar: Um kosningarnar hefur Véfréttin í raun ekki margt að segja. Hluti af hjarta Véfréttarinnar er þrunginn réttlætiskennd og pólitískum áhuga, hinn hlutinn hefur mikla andúð á öllu sem tengist stjórnmálum. En báðir hlutarnir eru einróma sammála um að það þurfi NÝJA RÍKISSTJÓRN. Og báðir hlutarnir óttast og skelfast þann stóra hóp fólks sem er ekki á sama máli. Hvernig er hægt að vilja ekki nýja ríkisstjórn?

(Já, ég veit að þessi býður sig ekki fram í ár, en ekki er það sem á eftir fylgdi vænlegra)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home