sunnudagur, apríl 08, 2007

Véfréttin er búin að vera lasin. Þá meinar Véfréttin MEGA-lasin. Véfréttin kann sig betur en svo að fara út í grafískar lýsingar á veikindum sínum, en í stuttu máli eru í dag liðnar 4 vikur síðan Véfréttin einfaldlega lagðist – og síðan hefur hún legið. Þannig að það sem þið hafið hugsanlega heyrt um að vetrarflensurnar í ár væru óvenjulega svæsnar – það voru ekki ýkjur.

Needless to say er Véfréttin ekki að fara að útskrifast í vor af þessum sökum. Nú er bara að vona að síðustu leifar viskíraddarinnar rjátlist af annars dagfarsþýðum raddböndunum svo að Véfréttin geti talað Nemendaskrá og aðra mikilvæga aðila til og fengið að útskrifast í haust.

Doldið súrt í broti – en hey...

Nú eru páskar og allir eru glaðir. Páskar eru strangheiðin vorhátíð, fyrir þá sem eru eitthvað að spá í helgi og heilagleika. Og páskar rokka, þegar hægt er að njóta þeirra með hreinan öndunarveg, hljóðlátan maga og hefðbundinn líkamshita (semsagt næst).

Tölvan er stappfull af rusli og netið er í rusli líka (mæli eindregið á móti nettengingum frá ákveðnu fyrirtæki er slær um sig með ímynd ákveðins nagdýrs). Þannig að þó að rofað hafi til á köflum í hitakófinu og ljóst sé orðið að verkefnaskil fyrir vorið eru úr sögunni þá hefur Véfréttin ekki haft mjög greiðan aðgang að sínu eigin bloggi. En ef þetta birtist... þá er greinilega ekki öll von úti enn.

Efnisorð:

4 Comments:

Blogger Unknown said...

Greyið mitt!!! Samhryggist innilega!
Baráttukveðjur
Hildur

mánudagur, apríl 09, 2007 3:46:00 e.h.  
Blogger St.Pie said...

Viskyraddir eru spennandi, tofrandi jafnvel; eg myndi notfaera mjer mina/thina til ad fa haustutskrift ut ur Nemendaskra et al. Svo eru haustutskriftir bara hid besta mal - hvorki paskar, 17. juni nje jol fyrir til ad draga ur merkilegheitunum. Xx

þriðjudagur, apríl 10, 2007 8:19:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Æi skvísí mín.... veikindi eru aldrei efst á óskalistanum... heilnæmt sveitaloft og batnaðarkveðjur úr sveitinni. Luv M

þriðjudagur, apríl 10, 2007 8:07:00 e.h.  
Blogger Skoffínið said...

Sammála viskísexýrödd!!!

Hey heyrumst sem fyrst, hver veit kannski er síminn þinn að hringja núna og þá er það ég að óska eftir hitting.

Ble

fimmtudagur, apríl 12, 2007 1:22:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home