þriðjudagur, október 17, 2006

Véfréttin skammast sín ósegjanlega fyrir að hafa ánetjast B-klassa sjónvarsefni um ægileg sæskrímsli, samsæri spilltra ráðamanna til að halda þeim leyndum fyrir saklausum almenningi og baráttu fagurrar vísindakonu (sem einnig er einstæð móðir, til að auka enn á heilagleikann) og geðfatlaðs tryggingasölumanns til að koma upp um kvikindin.

En skaðinn er skeður og Véfréttin er miður sín yfir að hafa misst af þætti gærkvöldsins. Neyðist til að horfa á endursýningu síðdegis í dag og kompromisera afar dýrmætum vinnutíma fyrir vikið.

Véfréttin er veikgeðja.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég bara veit ekki hvað er hægt að segja við þessu, Helga Dís......
Og þó, forðum vissi ég uppá mig sökina og var föst í viðjum Buffy...
Hvet hér með alla (haha)kommentara til að koma út úr skápnum og viðurkenna einvern hallærisþátt sem þeir misstu helst ekki af!
Þið verðið ekki fyrir athlægi hér...fólk í glerhúsi og svo frv.

þriðjudagur, október 17, 2006 9:15:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

...Og allt varð vitlaust!!

fimmtudagur, október 19, 2006 12:45:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Thank you!
[url=http://whjlokpu.com/iqup/bbdy.html]My homepage[/url] | [url=http://mdxfrhkf.com/ilyz/veni.html]Cool site[/url]

mánudagur, nóvember 13, 2006 9:29:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Good design!
http://whjlokpu.com/iqup/bbdy.html | http://znxrfsnl.com/onpy/trow.html

mánudagur, nóvember 13, 2006 9:29:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home