sunnudagur, október 08, 2006

Véfréttinni þykir dálítið leiðinlegt að vera ekki fyrst með fréttirnar, en eiginlega eiga véfréttar að spá fyrir um hlutina löngu áður en þeir gerast. Sem slík er véfréttin engan veginn að standa sig.

En véfréttina langar sumsé til að segja þeim ykkar sem ekki hafa nú þegar brugðið fyrir sig betri fætinum og skroppið á myndina BÖRN í bíó að það er alveg þess virði. Það er dásamlegt að fara í íslenskt bíó og fá ekki aulahrollinn í eitt einasta skipti.



Sjálfsagt gæti söguþráðurinn verið eitthvað beisnari og eitthvað meira svona spennó lagt í verkið, sko. En leikurinn er svo dásamlega smooth og sögusviðið svo eðlilegt, meira segja ofbeldið er ekki blásið upp... og svo mætti lengi telja... að ég vil bara lýsa þessa mynd mikið afrek í íslenskri kvikmyndasögu. Nú skil ég af hverju fólk segir alltaf loksins þegar þessi mynd berst í tal.

Síðast þegar ég fór á íslenska mynd í bíó þá hét hún Blóðbönd. Hún var hreinn hryllingur frá upphafi til enda. Þvílík sóun á fé og fyrirhöfn. Ég var fyrirfram bjartsýn því ákveðnar vinkonur höfðu lagt hönd á plóg... í stuttu máli hef ég ekkert minnst á mína upplifun af myndinni við þær. Óþarfi að vera dónó þegar kona kemst hjá því.

Samt var, meira að segja í Blóðböndum, aðeins skárri leikur en í mörgum öðrum myndum, á köflum. En myndin var bara svo hryllilega léééééééleg. Úff.

Allavega, segi það sama og margir aðrir: Börn koma skemmtilega á óvart. Meira svona.

Yfir í næsta efni: Véfréttin fór á djammið í gær eftir langt hlé. Véfréttin þarf að fara á endurhæfingarhæli fyrir sál og líkama einhvers staðar í Suður-Ameríku til að jafna sig á þeim viðbjóði samfélagslegrar hnignunar sem þar bar fyrir augu... og vit...

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Og hvað... engin subbuleg smáatriði??
H

sunnudagur, október 08, 2006 12:31:00 e.h.  
Blogger St.Pie said...

ef viðbjóðinn vantaði myndum "hinir" ekki vita á hvaða plani þeir lifðu og hrærðust. þetta fólk er að gera þér greiða, kelli mín. xx

miðvikudagur, október 11, 2006 7:40:00 e.h.  
Blogger St.Pie said...

mínus 1 m. takk:)

miðvikudagur, október 11, 2006 7:40:00 e.h.  
Blogger Véfrétt said...

Nú sé ég þetta allt í nýju ljósi! Og þó...

miðvikudagur, október 11, 2006 11:16:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home