Í síðustu vikunni varð Véfréttin eldri. Merkilegt hve einn dagur getur munað miklu. Einu sinni var þetta til dæmis spurning um kosningarétt. Bara hálfur bekkurinn mátti kjósa.
En nú er Véfréttin formlega jafn gömul og þessir klassísku makkar eru margir:
Einhverra hluta vegna virðist það vera lenska að fólk á svipuðum aldri og véfréttin virðist telja það á einhvern hátt skammarlegt. Sem er furðulegt. Allavega í tilfelli véfréttarinnar, enda hefur hún af hörku og þrautseigju barist í gegnum hvert árið á fætur öðru, gert alls kyns vitleysur og ýmiss konar mistök, lært af flestum en endurtekið sum... Í stuttu máli er Véfréttin stolt af hverju ári.
Nú nemur Véfréttin tölfræði af miklum móð.
Eftir langan og erfiðan dag á bókhlöðunni, stumrandi yfir fjölbreytilegum formúlum fór Véfréttin að semja með sér kenningu.
Kenningin var á þá leið að aldur ætti ekki að meta í árum. Manneskja sem hefur setið fyrir framan Leiðarljós í imbanum alla ævi ætti nefnilega ekki að teljast jafn gömul og t.d. einstæð fjögurra barna móðir sem brotist hefur til mennta þrátt fyrir bág kjör og jafnvel skoðað heiminn í leiðinni. Eða frækinn landkönnuður, upprisinn dópisti, Móðir Teresa.
Til að meta raunverulegan aldur þyrfti þannig að búa til jöfnu. Alla reynslu þyrfti að meta og umbreyta í tölur, 1 fyrir að horfa á Leiðarljós í ár, 2 fyrir að horfa á fréttir í ár, 4 fyrir að fara til útlanda í viku, 7 fyrir að koma út úr skápnum... og svo framvegis.
Þannig ætti hver og einn að geta slegið eigin reynslustig inn í ýtarlega formúlu og þannig fengið út árafjölda út frá reynslutengdum þroska.
Með þessu er véfréttin ekki að gefa í skyn að hún yrði aldursforseti jafnaldra sinna við beitingu slíkrar formúlu. Aðeins að aldur í árum er afar afstætt hugtak.
En eftir sem áður er véfréttin afar stolt af bæði hverju einasta ári og reynslukorni.
En nú er Véfréttin formlega jafn gömul og þessir klassísku makkar eru margir:
Einhverra hluta vegna virðist það vera lenska að fólk á svipuðum aldri og véfréttin virðist telja það á einhvern hátt skammarlegt. Sem er furðulegt. Allavega í tilfelli véfréttarinnar, enda hefur hún af hörku og þrautseigju barist í gegnum hvert árið á fætur öðru, gert alls kyns vitleysur og ýmiss konar mistök, lært af flestum en endurtekið sum... Í stuttu máli er Véfréttin stolt af hverju ári.
Nú nemur Véfréttin tölfræði af miklum móð.
Eftir langan og erfiðan dag á bókhlöðunni, stumrandi yfir fjölbreytilegum formúlum fór Véfréttin að semja með sér kenningu.
Kenningin var á þá leið að aldur ætti ekki að meta í árum. Manneskja sem hefur setið fyrir framan Leiðarljós í imbanum alla ævi ætti nefnilega ekki að teljast jafn gömul og t.d. einstæð fjögurra barna móðir sem brotist hefur til mennta þrátt fyrir bág kjör og jafnvel skoðað heiminn í leiðinni. Eða frækinn landkönnuður, upprisinn dópisti, Móðir Teresa.
Til að meta raunverulegan aldur þyrfti þannig að búa til jöfnu. Alla reynslu þyrfti að meta og umbreyta í tölur, 1 fyrir að horfa á Leiðarljós í ár, 2 fyrir að horfa á fréttir í ár, 4 fyrir að fara til útlanda í viku, 7 fyrir að koma út úr skápnum... og svo framvegis.
Þannig ætti hver og einn að geta slegið eigin reynslustig inn í ýtarlega formúlu og þannig fengið út árafjölda út frá reynslutengdum þroska.
Með þessu er véfréttin ekki að gefa í skyn að hún yrði aldursforseti jafnaldra sinna við beitingu slíkrar formúlu. Aðeins að aldur í árum er afar afstætt hugtak.
En eftir sem áður er véfréttin afar stolt af bæði hverju einasta ári og reynslukorni.
5 Comments:
á sínum tíma var þróuð aðferð til að mæla líf.
hún fólst í því að margfalda þyngd og líftíma viðkomandi lífveru.
ef sú aðferð væri notuð samhliða formúlu þinni væri hörður torfa sennilega með lifaðari verum.
ég er 14.587 ára
Allar góðar formúlur enda á deilt með X...
ich schaeme mich ... :(
Ekki svo galið...
Skrifa ummæli
<< Home