laugardagur, júní 03, 2006

BARNASÆTI Á HJÓL ÓSKAST.

Ég held að ég geti reddað hjóli, hjálmar eru til og annar aukabúnaður reddast. En barnasætið sjálft vantar.

Vegna þess hve lunkin ég er nú orðin við að setja myndir inn á bloggið (eftir að mér hugkvæmdist að byrja á því) get ég myndskreytt þessa draumóra mína:









Líst best á svona appelsínugulan.

Veit einhver um notaðan, ódýran, sem bíður örlaga sinna?

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ég sé ekki myndirnar, en ég á rauðan stól sem er ekki hægt að halla bakinu á. Hann er orðinn amk 4ra ára. Tekur pláss í geymslunni, og er velkominn til láns(amk til að byrja með, svo kannski bara gefins! Fer eftir því hvort við reynum að ná í vísitöluna á næstu árum).

þriðjudagur, júní 06, 2006 3:35:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ok, nú sé ég myndirnar, og það hefur greinilega mikið þróunarstarf verið í gangi í hjólstóla iðnaðinum undanfarin ár.

þriðjudagur, júní 06, 2006 3:38:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home