Þó að ég geri mér grein fyrir því list- og menningarlega gildi sem felst í veggjakroti, eða svokallaðri graffiti-list, þá er ég ekki sérstakur aðdáandi greinarinnar. Vissulega gera fín og vönduð vegglistaverk gráa lestargangaveggi í útlöndum meira fyrir augað en ella, en þessi týpísku krú-kröss sem hér á landi eru algengust eru ekki akkúrat minn tebolli.
Búandi í fjölbýlishúsi sem er miðsvæðis í mínu byggðarlagi má ég þó eiga von á kroti hér og þar. Finnst það yfirleitt til ósóma, enda óðum að nálgast miðjan aldur...
Í gær brá þó svo við að ég sá alveg ný og fersk skilaboð á húsveggnum, aftantil. Þau birtust á stað sem er annars ókrotaður. Þar var ekki á ferðinni neitt hallærislegt nikk eða krú-krot, heldur beinskeitt og hápólitísk skilaboð. Ég verð að viðurkenna að ég trúði vart mínum eigin augum og gladdist ósegjanlega yfir því að mitt eigið fjölbýlishús skyldi hafa orðið fyrir valinu og öðlast það hlutverk að birta sauðsvörtum almúganum skilaboðin:
Meat is murder.
:)
Búandi í fjölbýlishúsi sem er miðsvæðis í mínu byggðarlagi má ég þó eiga von á kroti hér og þar. Finnst það yfirleitt til ósóma, enda óðum að nálgast miðjan aldur...
Í gær brá þó svo við að ég sá alveg ný og fersk skilaboð á húsveggnum, aftantil. Þau birtust á stað sem er annars ókrotaður. Þar var ekki á ferðinni neitt hallærislegt nikk eða krú-krot, heldur beinskeitt og hápólitísk skilaboð. Ég verð að viðurkenna að ég trúði vart mínum eigin augum og gladdist ósegjanlega yfir því að mitt eigið fjölbýlishús skyldi hafa orðið fyrir valinu og öðlast það hlutverk að birta sauðsvörtum almúganum skilaboðin:
Meat is murder.
:)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home