sunnudagur, maí 21, 2006

Síðasta verkefninu var skilað í... fyrradag. Fjúh. Þetta var síðasta skilaverkefni annarinnar, nú get ég mundað bloggfingur á ný. Vííí!

Ég fagnaði áfanganum með því að borga formúgu fyrir að fá að fara með Sveimhuganum að horfa á 74 ára gamalmenni í góðum holdum trítla um svið Laugardalshallarinnar og syngja smá.

Tveimur kvöldum áður fór ég og fagnaði því að vera næstum því búin með önnina með því að horfa á annars konar tónlistarflutning í Fríkirkjunni. Sat svo gott sem með Smog í kjöltunni og óttaðist að fá t.d. sinadrátt og verða þekkt upp frá því sem konan sem sparkaði í Smog.

En nú er helgi, vor og... bráðum kosningar, já.

Hlakka til þegar það hættir að snjóa.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home