Lítið um blogg undanfarið og lítið um blogg á næstunni. En ég klökkna samt yfir þeirri þolinmæði sem þið sem haldið áfram að smella á véfréttina sýnið.
Skoffínið var að klukka mig. Gott, skoffín. Mun hiklaust láta klukkast - um leið og ég er búin að öllu hinu sem ég þarf að gera.
Nokkur atriði, til að vinna upp fyrir liðið og komandi bloggleysi.
Ég var að átta mig á því að möguleikar mínir á því að láta drauminn rætast og gerast Júróvisjón-kynnir eru óðum að minnka. Um leið rann upp fyrir mér að líkurnar á að ég muni læra nægilega fluent frönsku áður en ég verð formlega afskrifuð sökum elli eru einnig hverfandi.
Ég mæli með að fólk fari í tónsmiðju Benna Hemm Hemm og Möggu Stínu á 5tu hæð Borgarbókasafnsins klukkan 21.00 og 23.00 í kvöld. Myndi fara ef ég gæti. Farið fyrir mig og berið kveðju mína!
Fréttir óskast af Söru sem fór til Brasilíu fyrir tveimur og hálfri viku og hefur síðan verið hljóð sem gröfin. Saaaara!
Ef einhvern vantar íbúð í vor þá er ég með í handraðanum herbergi í tveggja manna íbúð á stúdentagörðunum frá byrjun maí til byrjun júlí. Leigist á kostnaðarverði (sem er ekki hátt).
Hverjum haldiði annars með í Ædolinu? Ég horfi næstum aldrei á það, né Desperate housewifes, Lost, Survivor eða aðra vitleysu sem ég er vön að límast við þegar ég get. Endilega segið mér hvað er að gerast!
Og aðalatriðið: Ég fæ svo LEIÐINLEGA meila! Ég fæ þrenns konar meila:
1) Ruslpóst frá skólanum, tilkynningar um alls konar bull
2) Ábyrgðarfullan póst frá kennurum og pólitíkusum sem segja manni að gera eitthvað
3) Áframsendan sniðugheitapóst frá vinum og vandamönnum.
Þegar í raun ég þrái bara eins konar póst:
Sendibréfapóst! Þar sem einhver segir mér fréttir og svona, spjallar um daginn og veginn og endar á ,,skriv snart", sem einnig er hægt að skrifa svona:
S K R I V
N
A
R
T
!
Skoffínið var að klukka mig. Gott, skoffín. Mun hiklaust láta klukkast - um leið og ég er búin að öllu hinu sem ég þarf að gera.
Nokkur atriði, til að vinna upp fyrir liðið og komandi bloggleysi.
Ég var að átta mig á því að möguleikar mínir á því að láta drauminn rætast og gerast Júróvisjón-kynnir eru óðum að minnka. Um leið rann upp fyrir mér að líkurnar á að ég muni læra nægilega fluent frönsku áður en ég verð formlega afskrifuð sökum elli eru einnig hverfandi.
Ég mæli með að fólk fari í tónsmiðju Benna Hemm Hemm og Möggu Stínu á 5tu hæð Borgarbókasafnsins klukkan 21.00 og 23.00 í kvöld. Myndi fara ef ég gæti. Farið fyrir mig og berið kveðju mína!
Fréttir óskast af Söru sem fór til Brasilíu fyrir tveimur og hálfri viku og hefur síðan verið hljóð sem gröfin. Saaaara!
Ef einhvern vantar íbúð í vor þá er ég með í handraðanum herbergi í tveggja manna íbúð á stúdentagörðunum frá byrjun maí til byrjun júlí. Leigist á kostnaðarverði (sem er ekki hátt).
Hverjum haldiði annars með í Ædolinu? Ég horfi næstum aldrei á það, né Desperate housewifes, Lost, Survivor eða aðra vitleysu sem ég er vön að límast við þegar ég get. Endilega segið mér hvað er að gerast!
Og aðalatriðið: Ég fæ svo LEIÐINLEGA meila! Ég fæ þrenns konar meila:
1) Ruslpóst frá skólanum, tilkynningar um alls konar bull
2) Ábyrgðarfullan póst frá kennurum og pólitíkusum sem segja manni að gera eitthvað
3) Áframsendan sniðugheitapóst frá vinum og vandamönnum.
Þegar í raun ég þrái bara eins konar póst:
Sendibréfapóst! Þar sem einhver segir mér fréttir og svona, spjallar um daginn og veginn og endar á ,,skriv snart", sem einnig er hægt að skrifa svona:
S K R I V
N
A
R
T
!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home