Á meðan matsverkefnið sem ég er að fara að lesa er að mjatlast í gegnum prentarann ætla ég að leyfa mér þann munað að blogga agnarögn. Það er munaður sem ekki verður mikið af á næstunni, allavega ekki næstu þrjá mánuðina (kannski lengur). Þegar ég sagði í haust að það væri mikið að gera í skólanum, þá vissi ég ekkert...
Tel það skyldu mína að upplýsa lesendur um að hafinn er útungunartími fyrir þau egg sem voru nýverpt þegar eitrað var fyrir rúmum tveimur mánuðum. Í gær fann ég hina myndarlegustu lirfu á þvotti sem lá í stofusófanum og í ljós kom að hún var ekki ein á ferðinni. Stofusófar eru sagðir kjörheimkynni fyrir tribba þar eð þar finnst iðulega nóg að bíta og brenna. Skemmst er frá því að segja að sófinn var tekinn í gegn og þess strengd heit að snæða aldrei matarbita framar neins staðar annars staðar en í eldhúsinu!
Í nótt dreymdi mig svo lirfur og fullvaxna tribba sem gátu breytt sér í flugur og flogið út um allt... innst inni veit ég líka að það sem gerðist í sófanum er í þessum rituðum orðum líka að gerast á bak við eldhússkápana, inni í sökklum, á bak við lista... úti um allt. Senn verður allt kvikt á ný.
Og varðandi Silvíu Nótt í Júróvisjón - oj hvað Kristján Hreinsson er mikill leiðindaseggur. Ég meina, ég skil hann alveg, en öll hin lögin (allavega sem ég hef heyrt, nema kannski eitt) eru bara einkar leiðinleg. Hvað er þá málið? Ef að Silvía Nótt keppir fyrir Íslands hönd verður það í fyrsta sinn síðan Gleðibankinn sló í gegn (hjá mér) sem ég verð ekki bara áhugasöm um Júró, heldur beinlínis stolt fyrir Íslands hönd! Og það gerist nú ekki of oft.
Tel það skyldu mína að upplýsa lesendur um að hafinn er útungunartími fyrir þau egg sem voru nýverpt þegar eitrað var fyrir rúmum tveimur mánuðum. Í gær fann ég hina myndarlegustu lirfu á þvotti sem lá í stofusófanum og í ljós kom að hún var ekki ein á ferðinni. Stofusófar eru sagðir kjörheimkynni fyrir tribba þar eð þar finnst iðulega nóg að bíta og brenna. Skemmst er frá því að segja að sófinn var tekinn í gegn og þess strengd heit að snæða aldrei matarbita framar neins staðar annars staðar en í eldhúsinu!
Í nótt dreymdi mig svo lirfur og fullvaxna tribba sem gátu breytt sér í flugur og flogið út um allt... innst inni veit ég líka að það sem gerðist í sófanum er í þessum rituðum orðum líka að gerast á bak við eldhússkápana, inni í sökklum, á bak við lista... úti um allt. Senn verður allt kvikt á ný.
Og varðandi Silvíu Nótt í Júróvisjón - oj hvað Kristján Hreinsson er mikill leiðindaseggur. Ég meina, ég skil hann alveg, en öll hin lögin (allavega sem ég hef heyrt, nema kannski eitt) eru bara einkar leiðinleg. Hvað er þá málið? Ef að Silvía Nótt keppir fyrir Íslands hönd verður það í fyrsta sinn síðan Gleðibankinn sló í gegn (hjá mér) sem ég verð ekki bara áhugasöm um Júró, heldur beinlínis stolt fyrir Íslands hönd! Og það gerist nú ekki of oft.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home