Ef eitthvert ykkar, kæru (fjölmörgu) lesendur, á leið í Bónus á næstu dögum og sér þar í grænmetiskælinum aldeilis smekklegar litlar plasddósir sem merktar eru Bónus-Hummus, þá ráðlegg ég ykkur, kæru vinir, að láta ekki glepjast. Bónus er og verður Bónus og ekki halda að þið séuð að fara að kaupa einhverja gæðavöru, sko.
Ef síðan einhverju ykkar mun einhvern tíma hugkvæmast að búa til hummus með AB-mjólk eða annarri mjólkurvöru, þá eruð þið að syndga gegn Hummus-guðinum og munið gjalda rækilega þegar að skuldadögum kemur!
Svona á Hummus að vera, og enga vitleysu svo:
300 gr kjúklingabaunir
2 hvítlauksrif
2 msk tahini (eða 1 dl sesamfræ)
1 sítróna (safinn)
2 msk sojasósa
1 tsk salt
2 msk ólívuolía
1/2 - 3/4 dl vatn
Við má einnig bæta, á góðum degi:
4 - 8 knippum (svona 20 - 30 stönglum) af steinselju
Svo skal öllu smellt í matvinnsluvél og þrýst á þar til gerðan ON-hnapp.
Verði ykkur að góðu.
Ef síðan einhverju ykkar mun einhvern tíma hugkvæmast að búa til hummus með AB-mjólk eða annarri mjólkurvöru, þá eruð þið að syndga gegn Hummus-guðinum og munið gjalda rækilega þegar að skuldadögum kemur!
Svona á Hummus að vera, og enga vitleysu svo:
300 gr kjúklingabaunir
2 hvítlauksrif
2 msk tahini (eða 1 dl sesamfræ)
1 sítróna (safinn)
2 msk sojasósa
1 tsk salt
2 msk ólívuolía
1/2 - 3/4 dl vatn
Við má einnig bæta, á góðum degi:
4 - 8 knippum (svona 20 - 30 stönglum) af steinselju
Svo skal öllu smellt í matvinnsluvél og þrýst á þar til gerðan ON-hnapp.
Verði ykkur að góðu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home