Ég hef áður greint lauslega frá nánustu nágrönnum vorum á næstu hæð fyrir ofan, sem framkalla brak, stunur og frygðarkvein síðla á sunnudagskvöldum.
Nú hefur dregið til tíðinda.
Búið er að hengja áberandi skilti út í gluggana sem á stendur TIL SÖLU. Það gefur ákveðna vísbendingu um að við megum eiga von á nýjum nágrönnum innan skamms, ekki satt?
Nema hvað. Ég hitti húsbóndann sjálfan í byrjun síðustu viku þar sem hann var að hlaða innanstokksmunum sínum inn í jeppann sinn. Við tókum stutt tal saman og í ljós kom að þau eru búin að fá nýju íbúðina afhenta, en flytja þó ekki fyrr en um þarnæstu mánaðarmót. Hann sagðist hins vegar vilja flytja sem mest af innbúinu strax því hann væri að fara á sjóinn og mér finnst eindregið að hann hafi sagt ,,á morgun" (þetta var á mánudag eða þriðjudag). Ég spurði þá si svona hvenær hann kæmi aftur og hann sagði 18. febrúar.
Síðan var allt með kyrrum kjörum... þar til á sunnudagskvöldið. Fyrst byrjar brakið... svo ágerist það og stunurnar fara að fylgja með... Við litum si svona á klukkuna, vitandi að það var sunnudagskvöld og spáðum svo ekki meira í það. Það er bara næstum orðið viðkunnalegt að vita að sumir hlutir fara eftir rútínu - gefur manni svona notalegan ramma í annars ruglingslegum hversdagsleikanum...
En á mánudagskvöldið endurtók leikurinn sig - á vitlausum degi! Og það var þá sem ég fór að hugsa... er húsbóndinn ekki á sjónum?
Nú hefur dregið til tíðinda.
Búið er að hengja áberandi skilti út í gluggana sem á stendur TIL SÖLU. Það gefur ákveðna vísbendingu um að við megum eiga von á nýjum nágrönnum innan skamms, ekki satt?
Nema hvað. Ég hitti húsbóndann sjálfan í byrjun síðustu viku þar sem hann var að hlaða innanstokksmunum sínum inn í jeppann sinn. Við tókum stutt tal saman og í ljós kom að þau eru búin að fá nýju íbúðina afhenta, en flytja þó ekki fyrr en um þarnæstu mánaðarmót. Hann sagðist hins vegar vilja flytja sem mest af innbúinu strax því hann væri að fara á sjóinn og mér finnst eindregið að hann hafi sagt ,,á morgun" (þetta var á mánudag eða þriðjudag). Ég spurði þá si svona hvenær hann kæmi aftur og hann sagði 18. febrúar.
Síðan var allt með kyrrum kjörum... þar til á sunnudagskvöldið. Fyrst byrjar brakið... svo ágerist það og stunurnar fara að fylgja með... Við litum si svona á klukkuna, vitandi að það var sunnudagskvöld og spáðum svo ekki meira í það. Það er bara næstum orðið viðkunnalegt að vita að sumir hlutir fara eftir rútínu - gefur manni svona notalegan ramma í annars ruglingslegum hversdagsleikanum...
En á mánudagskvöldið endurtók leikurinn sig - á vitlausum degi! Og það var þá sem ég fór að hugsa... er húsbóndinn ekki á sjónum?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home