laugardagur, febrúar 11, 2006

Hef verið að reyna að gera svona kort af löndunum sem ég hef farið til. Sé þetta hjá Evu núna, en reyndi þetta líka þegar Steinunn gerði þetta fyrir svona hálfu ári. Get ekki nú frekar en þá fengið kortið til að birtast á blogginu. Skítakort (skítablogg?).

En það sem ég fór að hugsa er að það borgar sig engan veginn að heimsækja Evrópulönd, þau þekja svo lítinn hluta. Mitt stærsta vandamál, ef marka má kortið, er að hafa aldrei komið til Norður-Ameríku (nema Grænlands, sem nær reyndar yfir myndarlegasta svæði). Óska hér með eftir sponsor til að ég geti bætt úr þessu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home