fimmtudagur, desember 22, 2005

Halló.
Ég hef áður ýjað að því að ég hafi eitthvað slæmt húsnæðis-karma, varðandi pöddur sumsé.
Hef líka fjallað um kynhegðun fólksins á efri hæðinni.
En nú er ég farin að halda að ég sé undir einhverju verulega varhugaverðu nágrannakarma líka. Sko, einu sinni átti ég nágranna sem átti það til að ráðast með stálrör á dyrnar okkar að næturlagi, íklædd nærfötum og vaðstígvélum frá Nokia eða skyldu fyrirtæki. Ef við opnuðum dyrnar þá henti hún rörinu í okkur. Svo rústaði hún alltaf anddyrinu okkar, það varð hluti af morgunverkunum að tína upp fötin sem hún hafði rifið niður af snögunu og raða skónum.
Svo bjó ég í Osló með henni Ninu, sem átti það til að standa á öskrinu næturlangt, ein inni í herberginu sínu. Hafði gaman af því að brjóta leirtau í massavís og fékk þess utan skilaboð frá Guði, oft í miðjum samræðum við aðra.
Ekki má gleyma nágrannanum með hundinn, sem labbaði þögull inn á okkur að næturlagi, með hundinn, í enn einni íbúðinni. Aldrei tosaðist upp úr honum orð, ekki heldur þegar hann var kominn literally inn á gafl.
Og svo heimilisofbeldisparið að norðan sem átti heima við hliðina á okkur á Stúdentagörðunum. Alltaf líf og fjör hjá þeim. Plús 30 partísjúku alkóhólistarnir sem bjuggu í öllum hinum íbúðunum...
Nú er ég bara að tala um þá sem virkilega gustar af, ekki alla smákverúlantana. Þannig að; já, Jóhannes og Birna sem voru næstahússnágrannar mínir í uppvexti virðast ekki vera á hverju strái. Smátt og smátt eru þau farin að sveipa sig ljóma hinna óaðfinnanlegu nágranna, eitthvað sem ég mun alla ævi leita eftir, ósjálfrátt... (angurvært andvarp).
Nema hvað. Í nótt var aldeilis havarí í heimahúsi. Löggan kom þrisvar til að stilla til friðar en það kom ekki í veg fyrir að nágranni okkar á efstu hæðinni (semsagt tveimur hæðum ofar og hinum megin í húsinu þar að auki) héldi fyrir okkur vöku með húsgagnaskutli, hurðaskellum, leirtausmaski og síðast en ekki síst konuboxi. Um síðir var konan hans komin í svo mikla klessu, með svöðusár á hausnum og ábyggilega heilahristing því að hún gubbaði á stigaganginn, að hún hafði ekki lengur rænu á að ,,afþakka" hjálp lögregluþjónanna. Þeir skutluðu henni á slysó.
Svo vaknaði ég klukkan 7.03 við sama gauragang. Hugsaði með mér að frúin væri komin heim og heimilisfaðirinn tekinn til við fyrri iðju.
Þorði ekki með barnið í leikskólann, fannst hún betur komin í örmum föður síns á þessari háskalegu leið niður stigann.
Sveimhuginn talar um að flytja.
Ég held að fyrst verði ég að ganga í gegnum einhverja karma-hreinsun því að annars munum við kannski sitja uppi með fokdýrt einbýlishús við hliðina á hjólsagarmorðingja.
Svo heyrði ég í borvél áðan - vil ekki hugsa...

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Nice site!
[url=http://hrvexoxf.com/wayq/ppkm.html]My homepage[/url] | [url=http://nijnnpfm.com/rqef/mdyz.html]Cool site[/url]

mánudagur, september 25, 2006 7:23:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Nice site!
My homepage | Please visit

mánudagur, september 25, 2006 7:23:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Well done!
http://hrvexoxf.com/wayq/ppkm.html | http://jhzdqgwc.com/bihu/dfee.html

mánudagur, september 25, 2006 7:24:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home