föstudagur, ágúst 05, 2005

Stríðið er búið!
Fullnaðarsigur hefur verið unninn!
Þvengir eru officially OUT!
Þetta vissi ég alltaf. Allt frá því að þessi ósköp voru fyrst kynnt til sögunnar í Suður-Ameríku þegar ég var um það bil 4 ára. Strax þá hugsaði ég; Nei, þetta getur ekki verið gott.
Allar götur síðan hef ég ein verið að predika í mínu horni, Nei, band uppi í rassinum getur ekki verið af hinu góða; G-strengur hlýtur að vera enn ein bölvunin sem lögð er á konur. Og nú loksins eru blöðin full af yfirlýsingum um að aðrar konur séu búnar að fatta þetta líka og hættar að kaupa þvengi og farnar að spóka sig í klæðameiri undirfatnaði. Allt í einu er gyllinæð ekki lengur í tísku.
Nema hvað; alltaf stóð ég á mínu. Fjórir rassar my arse. Ég er bara með einn og hann rokkar. Ef einhver vill prófa að flengja hann þá er bara að skrá sig á biðlistann...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home