sunnudagur, mars 27, 2005

Heilagur dagur.
Er einni tönn fátækari.
Það er sexí.
Er búin að horfa mikið á sjónvarp. Langar að segja eitthvað jákvætt og skemmtilegt um sjónvarp, til að vera ekki eins og allir hinir nöldurseggirnir sem fá útrás á netinu. En í augnablikinu er það eina sem mér dettur í hug þessar brjálæðislega dapurlegu Reykjavíkurnætur. Vil ekki segja neitt ljótt... en ég get allavega sagt: Af hverju?
Matur er góður. Hann er samt mun síðri í fljótandi formi.
Veðrið er gott líka. Tilvalið að grilla páska-eggaldinið, er það ekki?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home