föstudagur, febrúar 25, 2005

Ég hef alltaf haldið að Egill Helgason væri svona frekar klár. Reyndar veit ég ekkert sérstakt um hann, veit bara að hann hefur haldið úti þessum þokkalegu viðtalsþáttum sínum og oft náð að snerta á athyglisverðum málum. Hann virðist líka oft ná nokkuð vel til viðmælenda sinna og fá þá til að opna sig dálítið og svo er hann ágætur í að stjórna umræðum. Þannig að ég hélt svona, án þess að hafa verið beint að brjóta um það heilann, að hann væri frekar klár.
Svo var ég með kveikt á sjónvarpinu í morgun og þegar ég sá að hann var sestur hjá bítisgenginu þá stillti ég fókusinn á hann og fór að fylgjast með. Og ég missti málið.
Þvílík þvæla! Fyrst lét hann móðann mása um að kristin siðfræði væri undirtónninn í íslenskri (og norrænni) menningu. Ókey, gott og vel. Augljóslega hefur kristin siðfræði spilað inn í, ég myndi samt fara varlegar í fullyrðingarnar en hann, en það er allt í lagi að hafa skoðun. Nema hvað, allt í einu var kristni orðin betri en hindúismi (orðrétt) og ,,við erum allavega ekki að undiroka konur eins og múslimar gera"... og svo framvegis. Úff.
Fyrir áhugasama um málæðið vil ég benda á að hægt er að fara inn á visir.is, velja Stöð 2 þar vinstra megin (eða bara http://www.stod2.visir.is/) og fara inn á Ísland í Bítið þann 25. febrúar 2005 og velja Egil. Fyrir aðra áhugasama má ég til með að auglýsa þáttinn hans (ef það var meiningin með gorgeirnum, þá hef ég bitið á agnið) sem verður í hádeginu á sunnudaginn og þá ætlar hann einmitt að útlista nánar yfirburði kristinnar trúar, ja eða fá aðra til þess.
Góða helgi!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Thank you!
[url=http://ucgtdgqq.com/dora/gzxd.html]My homepage[/url] | [url=http://ffmdqpta.com/jkda/aasi.html]Cool site[/url]

mánudagur, nóvember 13, 2006 4:27:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Good design!
My homepage | Please visit

mánudagur, nóvember 13, 2006 4:27:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Nice site!
http://ucgtdgqq.com/dora/gzxd.html | http://zuuaritc.com/pbci/hntw.html

mánudagur, nóvember 13, 2006 4:27:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home