Tel rétt að upplýsa lesendur mína um það að ég þarf eigi lengur að horfa á upptekið ædol. Né heldur gera umhverfi mitt meðvirkt á vitneskjuleysi mitt um úrslit síðasta þáttar (vel orðað, ekki satt?). Frá og með síðastliðnum föstudegi er heimili mitt komið með aðgang að Stöð 2. Ekki af því að við höfum splæst - okkur var gefin áskrift! Ekki átti ég nú von á því. En takk, tengdó!
Þannig að nú get ég ekki bara bloggað um ædol, heldur líka Opruh (sér á parti) og Joey (sem ég er búin að horfa á 1 sinni og fannst slappt) og Reykjavíkurnætur (byrjar bráðum) og nýja þáttinn hans Hemma Gunn (get ekki beðið) og alls konar fleira.
Þannig að nú get ég ekki bara bloggað um ædol, heldur líka Opruh (sér á parti) og Joey (sem ég er búin að horfa á 1 sinni og fannst slappt) og Reykjavíkurnætur (byrjar bráðum) og nýja þáttinn hans Hemma Gunn (get ekki beðið) og alls konar fleira.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home