Allt í lagi þá, Steinunn:
Í gær sótti ég um mastersnám við Háskóla Íslands. Áhugasamir geta fengið nánari upplýsingar í gegnum beinan kontakt.
Í dag get ég ekki gert neitt. Engin einbeiting.
Þá ætla ég að tala um söng. Eða tónlist. Eða... tja, endurgerð laga. Ég hef löngum skipað mér í raðir umburðarlyndra (vil ég meina sjálf, allavega) varðandi endurgerðir laga. Fólk á það til að býsnast yfir að þeir sem endurflytja lög geti ekki gert það eins og upprunalegi listamaðurinn. Í þannig tilvikum er ég gjarnan fröken sólargeisli og held því fram að öllum sé frjálst að fara hvernig sem er með hvaða lög sem er... ja, í stórum dráttum. Nenni ekki að fara út í flóknar útskýringar á ekki meira spennandi hlut. En þetta snýst náttúrlega um að setja sinn eigin blæ á lagið (eða eins og ædol-dómararnir sögðu gjarnan: ,,Þú gerðir þetta að þínu").
En svo kom babb í bátinn. Fyrir nokkrum dögum, ja eða vikum jafnvel, fyrir allavega nokkru síðan, var ég að eldhúsast og Sveimhuginn hafði innleitt útvarpsundirleik í heimilislífið. Mér að óvörum var allt í einu smellt á laginu Me And My Bobby McGee. Mikið uppáhaldslag, þrungið unglingsminningum. En mikil var kvöl mín er ég heyrði einhverja bláókunnuga söngkonu herma eftir drottningunni sjálfri, af vanefnum miklum í þokkabót. Ég veit ekki hver það var, enda skiptir það ekki öllu máli, það sem skipti máli var að hún reyndi að gera allt eins og Janis, bara ekki jafn vel, enda ekki hægt að jafna gyðjuna (hvað þá toppa). Og ég vissi ekki og veit eigi enn vel hvað mér á að finnast. Sennilega eru bara takmörk fyrir öllu. Og þó... ég hefði frekar vilja heyra lagið rappað, eða dauðarokkað, heldur en í svona wannabe-halló-ég-er-sveitasöngkona-ruslútgáfu.
Nóg í bili.
Véfréttin þröngsýna
Í gær sótti ég um mastersnám við Háskóla Íslands. Áhugasamir geta fengið nánari upplýsingar í gegnum beinan kontakt.
Í dag get ég ekki gert neitt. Engin einbeiting.
Þá ætla ég að tala um söng. Eða tónlist. Eða... tja, endurgerð laga. Ég hef löngum skipað mér í raðir umburðarlyndra (vil ég meina sjálf, allavega) varðandi endurgerðir laga. Fólk á það til að býsnast yfir að þeir sem endurflytja lög geti ekki gert það eins og upprunalegi listamaðurinn. Í þannig tilvikum er ég gjarnan fröken sólargeisli og held því fram að öllum sé frjálst að fara hvernig sem er með hvaða lög sem er... ja, í stórum dráttum. Nenni ekki að fara út í flóknar útskýringar á ekki meira spennandi hlut. En þetta snýst náttúrlega um að setja sinn eigin blæ á lagið (eða eins og ædol-dómararnir sögðu gjarnan: ,,Þú gerðir þetta að þínu").
En svo kom babb í bátinn. Fyrir nokkrum dögum, ja eða vikum jafnvel, fyrir allavega nokkru síðan, var ég að eldhúsast og Sveimhuginn hafði innleitt útvarpsundirleik í heimilislífið. Mér að óvörum var allt í einu smellt á laginu Me And My Bobby McGee. Mikið uppáhaldslag, þrungið unglingsminningum. En mikil var kvöl mín er ég heyrði einhverja bláókunnuga söngkonu herma eftir drottningunni sjálfri, af vanefnum miklum í þokkabót. Ég veit ekki hver það var, enda skiptir það ekki öllu máli, það sem skipti máli var að hún reyndi að gera allt eins og Janis, bara ekki jafn vel, enda ekki hægt að jafna gyðjuna (hvað þá toppa). Og ég vissi ekki og veit eigi enn vel hvað mér á að finnast. Sennilega eru bara takmörk fyrir öllu. Og þó... ég hefði frekar vilja heyra lagið rappað, eða dauðarokkað, heldur en í svona wannabe-halló-ég-er-sveitasöngkona-ruslútgáfu.
Nóg í bili.
Véfréttin þröngsýna
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home