mánudagur, janúar 31, 2005

Mánudagur.
Hvað ætli ég geti bloggað hratt? Það er kaffihlé.
Allavega, er á námskeiði.
Þeir sem sitja námskeiðið eru 10 konur og 5 karlar. Ég er annað hvort yngst, næstyngst eða næstnæstyngst. Það þýðir að flestir eru nokkuð stálpaðir.
Kennarinn heitir Jón Ágúst. Giska á að hann sé fæddur tja... 1972. Hvernig hljómar það? Virkar mjög kennaralegur, segir viðeigandi fimmaurabrandara sem höfða til hópsins en væru slakari í einrúmi. En hann myndi ábyggilega ekki fleygja þeim fram í einrúmi, hann hefur þennan kennaralega hæfileika til að taka út hópinn og meta hvað virkar hverju sinni. Mjög eftirsóknarvert. Ekki hef ég þetta - móðga alltaf allan bekkinn á einu bretti bara með einhverjum dónahúmor og svo fer önnin í að afsaka það... ja stundum.
Nema hvað. Í fyrstu sat ég á milli miðaldra konu og miðaldra karls. Var voðalega opin og jákvæð og spjallaði fjálglega við konuna um veðrið, flensuna og loftræstikerfið hér inni. Síðan kom í ljós að ákveðin atriði varðandi það að kveikja á tölvu voru ekki á hreinu fyrir henni. Í framhaldi af því lá leiðin niður á við. Í byrjun næsta tíma reyndi ég að setjast annars staðar, en það var ekki við það komandi. Föst sæti.
Í lok þess tíma var ég komin með ævinlangt óþol fyrir því að kenna fullorðnu fólki (ekki bara konunni, gaurnum líka) að tvísmella, vista skjöl, búa til nýjar möppur... og þaðan af verra.
To be continued...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home