... já, svo að ég fékk náðarsamlegast leyfi hjá hr. kennara til að færa mig. Færði mig með pomp og prakt í annað sæti, lengst úti í horni í byrjun næsta tíma. Sit þar við hliðina á fámálum en einkar viðkunnalegum miðaldra manni sem er óskaplega hávaxinn en ekki að sama skapi þéttvaxinn. Og viti menn; skyndilega gat ég fylgst með. Og þegar ég stranda þá veitir fámáli sessunauturinn minn mér hæversklegar en þó einhvern veginn nett föðurlegar leiðbeiningar, oftast án þess að ég þurfi að nefna það. Einu sinni eða tvisvar hef ég líka getað reddað honum pínu, annars myndi skapast ójafnvægi og það má nú ekki gerast.
En í dag er konan sem ekki kunni að kveikja fjarverandi. Og ég hef þungar áhyggjur af því að hún sé heima með kvíðakast eða aðra sálarkröm sem orsakast af því hvað ég var vond við hana að finna mér annað sæti án þess að segja við hana orð. Kannski kemur hún aldrei aftur og þá mun ég aldrei geta bætt fyrir mögulega fjandsamlega strauma með því að brosa til hennar og taka af áhuga þátt í samræðum um barnabörnin hennar fimm.
Fyrir utan það... er að drukkna í vinnu.
Sólarhringurinn virðist fljótt á litið vera fullur af tíma - þar af eru til dæmis 24 skilgreindir. En þeir fuðra upp og hverfa sporlaust um leið og maður opnar augun. Einkennilegt.
En í dag er konan sem ekki kunni að kveikja fjarverandi. Og ég hef þungar áhyggjur af því að hún sé heima með kvíðakast eða aðra sálarkröm sem orsakast af því hvað ég var vond við hana að finna mér annað sæti án þess að segja við hana orð. Kannski kemur hún aldrei aftur og þá mun ég aldrei geta bætt fyrir mögulega fjandsamlega strauma með því að brosa til hennar og taka af áhuga þátt í samræðum um barnabörnin hennar fimm.
Fyrir utan það... er að drukkna í vinnu.
Sólarhringurinn virðist fljótt á litið vera fullur af tíma - þar af eru til dæmis 24 skilgreindir. En þeir fuðra upp og hverfa sporlaust um leið og maður opnar augun. Einkennilegt.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home