miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Hvað er plebbaskapur? Og hvað er plebbablogg? Mig grunar að til að standa undir þeim væntingum sem gerðar eru til plebbabloggs þurfi nauðsynlega að blogga nokkur orð um ædol.
Nú.
Ég sé ædolið aldrei samdægurs, hvað þá í beinni útsendingu. Ég er hins vegar nógu mikill plebbi til að láta taka það upp fyrir mig og banna öllum í kringum mig að tala um það þar til ég hef náð að horfa á upptökuna ( = tvö plebbastig í einu höggi).
Þökk sé upptökufærni tengdafjölskyldu minnar, þá veit ég nú að einungis fimm næturgalar eru eftir í keppninni um átrúnaðargoð Íslands. En plebbaskapur minn gengur ekki það langt að ég hafi fundið mér mitt eigið átrúnaðargoð í þeirra röðum.
Ég get ekki einu sinni sagt að ég haldi einlæglega með neinu þeirra umfram önnur.
Hildur Vala er reyndar vinkona hæstvirtrar (smjaður, smjaður) mágkonu minnar (sem les bloggið mitt víst stundum). Þannig að ég hef fylgst með henni af meiri áhuga en hinum frá upphafi. Og hún hefur aldrei klikkað, sem er nokkuð magnað.
Hin gellan sem hefur aldrei klikkað er Heiða.
Af þeim tveimur væri Hildur Vala sennilega meira spennandi karakter til að fylgjast með í poppbransanum. Heiða væri hins vegar ábyggilega meðfærilegri poppstjarna - svona ný Birgitta.
Kárahnjúkagaurinn syngur þokkalega, á köflum, en hann er brjálæðislega leiðinlegur og val hans á starfsvettvangi ber vott um gengdarlaust dómgreindarleysi/siðblindu.
Þá eru tveir eftir... Ylfa á góða spretti en kúkar alveg á sig þess á milli. En í vissri tónlist væri hún samt frábær - með smá þjálfun og svona.
Svo er það íþróttagellan. Stundum góð, stundum ekki. Hún virkar ekki sem neitt sérstakt poppstjörnuefni samt. Ekki Ylfa heldur reyndar.
Svo er spurning með liðið sem er dottið út. Ég held að Brynja frá Akranesi verði stjarna, hvað sem tautar og raular. Hún þarf ekki einu sinni að syngja, fólk elskar hana bara fyrir að vera til. Kannski verða hún og Ísfirðingurinn ungi ofurstjörnupar einn fagran dag í náinni framtíð!
Og nú er ég ekki bara búin að blogga um ædol heldur líka smá stjörnuslúður og þá er plebbabotninum náð í bili.
Gerðu svo vel, Steinunn (nú þú).

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Nice site!
[url=http://xrzsflia.com/zzpj/crmp.html]My homepage[/url] | [url=http://wmcgacgo.com/pikw/iucw.html]Cool site[/url]

mánudagur, nóvember 13, 2006 4:29:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Thank you!
http://xrzsflia.com/zzpj/crmp.html | http://ldzgkanx.com/xwvd/cmfw.html

mánudagur, nóvember 13, 2006 4:29:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home