þriðjudagur, desember 28, 2004

Lítið um færslur undanfarið. Best að öppdeita:

Lyktir jólasögunnar urðu þær að tryggingafélagið (VÍS) var í jólaskapi og borgaði nokkuð þokkalega fúlgu sem næstum því dugði fyrir löglegri viðgerð. Fallegi rauði bíllinn er því núna með vínrautt húdd, fjólublátt grill og smekklega beige stuðara. Engin hætta á að hann týnist, t.d. á stóru bílastæði.

Jólagjafaóskalistinn virðist hafa slegið í gegn, mér til mikillar undrunar og nokkurs kinnroða. Fékk meira en helminginn af því sem þar er tínt til! Furðulegt... eða sko frábært og skemmtilegt, en samt um leið pínu vandræðalegt. Er það ekki?

Kominn tími til að ljóstra því upp hvað mig langaði raunverulega í í jólagjöf, en var of hlédræg til að fara fram á:

Ljósaperur í Zanussi C306 eldhúsviftu...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home