laugardagur, desember 11, 2004

Fer að dæmi heilagrar böku og skelli jólagjafaóskalistanum inn á netið! Ólíkt henni er ég þó ekki nógu göfuglynd til að vinsa (!) úr það sem ber vott um heimtufrekju og skelli því fram öllu sem mér dettur í hug!
Athugið að þeir veraldlegu hlutir sem hér eru upp taldir koma náttúrlega beint á eftir þessu klassíska, ss. heimsfriði, hamingju og heilsuhreysti fjölskyldu og vinum til handa osfr. í röðinni:
  • Rauðar bómullarsokkabuxur
  • Geisladiskurinn Frjáls Palestína (Ýmsir flytjendur)
  • Geisladiskurinn Summer make good (MÚM)
  • Ólöf Eskimói (ef ekki jarðneskar leifar hennar þá dugar bókin)
  • Al-Anon lesefni (hvað sem er)
  • Freyðibað/baðolía - sem ,,náttúrulegast"! Fæst bara í heilsubúðum (ekki Lush eða Body Shop...)!
  • Fínir vetrarskór / stígvél
  • Fín og hlý vetraryfirhöfn! Kápa eða sambærilegt
  • Blásturshljóðfæri sem ég held að heiti Melodica
  • Inniskór (sem jafnast á við mína gömlu rauðu að notagildi og ytri fegurð)
  • Gjafabréf eða inneign í / á ljósmyndanámskeið (sjá ljosmyndari.is), Kringluna, Smáralind, Laugaveginn (er það til?), söngnámskeið (einkatíma, ekki veitir af), námskeið í vefsíðugerð, dekurdag, IKEA eða annað spennandi/hagnýtt.
  • Lottómiði með 5 vinningstölum svo að ég geti keypt allt ofangreint og meira til sjálf

Já, ég veit að þetta er mestallt rándýrt (vitnar um sjúklega efnishyggju) og ólíklegt að ég fái nokkuð af þessu, enda á ég það ekki skilið. En þessu er nú flestu beint að ákveðnum einstaklingi (sem kúkar peningum, nei ég meina pissar sitjandi, nei ég meina fær annað eins að gjöf frá mér) auk þess sem alltaf er hægt að skjóta saman í eitthvað með fleirum! Er það ekki? Annars kemur líka til greina að gefa mér bara koss á kinn og þá eru allir glaðir. Nú eða kinnhest.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home