fimmtudagur, desember 09, 2004

Eyru Véfréttar engjast yfir málfræðiambögum samtíðarmanna hennar. Vegna aðkallandi þarfar vill Véfrétt upplýsa lesendur sína um eðli og merkingu nokkurra orða sem eiga það til að ruglast saman.

Vinsa <> vingsa

Tvennt ólíkt!!!
Sjá orðabók:

Vingsa: Sveifla, láta sveifla > vingsa einhverju
Vinsa: Hreinsa, ná óhreinindum úr
Vinsa úr: Velja það skásta úr einhverju

Véfrétt fær sting í eyrun, roðnar og verður að taka sjálfa sig taki til að missa ekki út fliss þegar hún heyrir fólk tala um að vingsa úr upplýsingum osfr. Meikar ekki sens!

Lunga <> lungi

Ókey, við vitum öll hvað lunga er, er það ekki?
Það sem ekki virðist vera á allra vitorði, hins vegar, er t.d. að dagar eru ekki með lungu, ekki frekar en hjörtu, nýru, miltu eða bris, ekki nema í yfirfærði merkingu. Þar kemur orðið lungi inn í myndina. Sjá aftur orðabók:

Lungi: Kjarni, það besta af einhverju > lunginn úr heyinu.

Samanber frasann lunginn úr deginum (um lungann úr deginum, frá lunganum úr deginum, til lungans úr deginum). Einnig er stundum talað um lungann úr brauðinu, ss. nokkurn veginn allt það sem ekki er skorpa.

Vona að bjartari dagar renni upp fyrir tungur landsmanna.



0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home