föstudagur, október 15, 2004

Stórmarkaðir eru alltaf með einhverja tilboðsdaga helgaða ákveðnum löndum. Í gær sá ég t.d. tvær aðskildar auglýsingar, eina um breska daga og aðra um danska, í sitt hvorri búðinni. Ég fór að velta því fyrir mér af hverju þessar auglýsingar kveikja engan eld í æðum mínum (eins og tilboðsauglýsingar eiga náttúrlega að gera). Komst að þeirri niðurstöðu að það væri vegna knýjandi skorts á framandleika. Hvern langar að gera sér ferð í ákveðna búð til að kaupa sér aðeins fleiri breskar eða danskar vörur en venjulega? Nú geri ég mér grein fyrir að þetta val á þemadagalöndum tengist eitthvað viðskiptasamböndum Íslands, en engu að síður er á hreinu að ég myndi leggja mun meira á mig til að komast í viðkomandi verslun ef um aðeins meira spennandi þjóðir væri að ræða. Segjum bara t.d. Azerbadjanskir dagar í Nóatúni. Eða Qatarskir dagar í Nettó. Angólskir dagar í Bónus? Nú, eða það sem myndi raunverulega gera mig glaða: Súrenamskir dagar, í bara hvaða búð sem er!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home