fimmtudagur, júní 10, 2004

Þetta gerði Véfrétt í gær:
* Skoðaði fáklætt fólk á Austurvelli og dáðist að asbest-eiginleikum íslenskrar húðar um leið og hún velti því fyrir sér hvaða gen séu ríkjandi í hennar eigin kulda-óþolnu gæsahúð.
* Lét ,,ballansera" bílinn, eða allavega dekkin á bílnum, og komst um leið að því að stýrisendi er í hassi og bíður þess eins að valda hörmulegu slysi á (aðeins) fjórbreiðri Miklubraut (/Hringbraut) á háannatíma.
* Tók þátt í því ódæði að gæsa vesalings varnarlausa en velviljaða verðandi brúður sem er nýkomin heim frá Brandararíkjunum, til þess eins að láta dubba sig upp í grímubúning og gera sig að athlægi í nýbyggðu uppahverfi í Hafnarfirði.
Þetta ætlar Véfrétt að gera í dag:
* Gefa góða veðrinu á Íslandi annan séns.
* Hringja í Bílaverkstæði Bjössa og láta redda stýrisendanum, helst á morgun.
* Pakka barnafötum ofan í Póllandsferðatösku.
* Hvetja fólk til að skrifa undir Hringbraut í göng (http://www.tj44.net/hringbraut/undirskrift/).
Enn sannast hið fornkveðna; allt að gerast...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home