mánudagur, júní 07, 2004

Og þá eru það útnefningar líðandi stundar:
Hrósið skiptist á milli afgreiðslustúlku með aflitað hár í bensínsjoppu á Húsavík, fyrir að hringja í blómaafgreiðslukonu í plássinu og græja afgreiðslu fyrir hjálparlausa utanbæjarkonu á hvítasunnudegi og forsetans fyrir að gera ekki eins og Davíð vill.
Andhrósið, sumsé skömm í hattinn, fær Kaffi Krókur á Sauðárkróki fyrir hallærislegan salatbar og fábreytilegt úrval kaffidrykkja (en annars ekki alslæm búlla).

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home