þriðjudagur, júní 08, 2004

Véfrétt heyrði um námsbraut á framhaldsskólastigi fyrir verslunarfólk. Þar getur kassafólk í Bónus fengið þá skólun sem það þarf. Véfrétt gleðst í hjarta sínu og sér strax fyrir sér hnignun og endalok hinnar íslensku þjónustulundar, sem bæði klórar og bítur í eðli sínu og á það til að toga í hár líka. Upp munu renna tímar stimamjúkra og kurteisra afgreiðslumanna og -kvenna sem stjana við viðskiptavininn á alla hugsanlega lundu og verða við öllum óskum hans og dyntum með bros á vör. Vá, hvað það verður gaman að vera til eftir nokkur ár.
Vonandi verður í framhaldi boðið upp á kurteisisnámsbraut fyrir bankastarfsfólk, starfsfólk Tryggingastofnunnar og LÍN og yfirleitt alla sem þurfa að svara í síma eða yfir höfuð þjónusta óbreytta en langþreytta borgara.
Að lokum er rétt að taka fram að Véfrétt hefur tekið meðvitaða ákvörðun um að ná frama í stjórnmálum og er þegar hafin handa við að ná því takmarki.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home