sunnudagur, september 11, 2005

Sunnudagsmorgun.
Ég er afar stolt af því að hjá kommentunum fyrir neðan síðasta blogg skuli, í þessum rituðum, standa talan 8. Jafnvel þó að þegar nánar sé að gáð komi í ljós að aðeins 3 einstaklingar standa að baki þessum 8 kommentum, þar af ég sjálf tvisvar.
Ég kann allavega mun betur við töluna 8 í þessu samhengi en töluna 0.
Annars...
Fór á bíó í gær. Sá Strákana okkar. Við vorum eiginlega búin að ákveða fyrir löngu að sjá þessa mynd, þennan dag, semsagt þegar við fengjum pössun. En svo sáum við á kvikmyndir.is, áður en við lögðum af stað, að hún fékk bara eina stjörnu. Þannig að við hættum næstum við.
Það kom hins vegar á daginn að hún var alls ekkert svo slæm. Hún var ekkert stórvirki heldur, en ég hefði alveg gefið henni tvær. Ef Friðrik Þór hefði staðið að baki hennar hefði hún fengið að minnsta kosti tvær og hálfa stjörnu í fjölmiðlum, sbr. floppið Fálka. Strákarnir okkar eru mörgum klössum ofar en Fálkar, en samt ekkert svo spes. Róbert Douglas er ágætur í að varpa skemmtilegu ljósi á hversdagslega atburði, en ekkert sterkur þegar kemur að söguþræðinum.
En ég er alveg sátt við að hafa eytt laugardagskvöldi í Strákana okkar.
Nú ætla ég að fara að læra (fyrir verkfræðifagið mitt, hvað annað?).

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home