fimmtudagur, september 01, 2005

Ég fór í minn fyrsta tíma í verkfræðideild í dag. Í raun minn fyrsti tími í raunvísindageiranum - flokkast verkfræði annars ekki sem raunvísindi þó hún sé ekki í raunvísindadeild? Eða er hún kannski í raunvísindadeild?
Jæja. Þetta var allavega ansi scary.
30 manns í stofunni, samt meirihlutinn kvenkyns. Ég sem hélt að verkfræðideild væri full af gaurum. Enginn var með fartölvu. Ég þorði ekki að taka mína upp, það er nógu einangrandi að vera úr annarri deild, þó ég sé nú ekki að flíka líka tæknibúnaði sem er samnemendum mínum ókunnur.
Fagið virðist samt ekkert svo óyfirstíganlegt. Reyndar finnst mér það mjög spennandi, en samt er það eitthvað svo yfirþyrmandi að þetta sé kennt innan verkfræði. Öll þessi rökhugsun er mér framandi...
En það kemur nú fljótlega í ljós hvort að véfréttin flosnar upp úr þessu fagi með skottið á milli lappanna (af því að allar góðar véfréttir eru með skott) eða þjösnast í gegn af þrautseigju og eljusemi þeirri er einkennir félagsvísindafólk.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home