miðvikudagur, desember 01, 2004

Er búin að vera að jafna mig síðan á föstudag þegar mér bárust til augna þær lamandi fréttir að Bubbi og Brynja væru skilin. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að samband þeirra skipti mig máli, en þegar ég rak augun í þessar fréttir var sem blóðið frysi í æðum mér, hjartað sykki niður í kvið og andardrátturinn hætti um leið að vera eðlilegur og áreynslulaus.
Ég gerði það sem ég geri annars aldrei; keypti DV, í von um að komast til botns í málinu. En þar var litla huggun að fá - og satt að segja harla litlar upplýsingar líka. Greinin um sambandsslitin gekk út á að spyrja frægt fólk hvað því finndist. Fræga fólkið var iðulega nokkuð slegið (þó ekki jafn slegið og ég), en hafði ekkert sérstakt um málið að segja. Einum hraut þó vísa af vörum sem Sveimhugi túlkaði sem svo að Bubbi væri fallinn.
Jæja, það er greinilega engu að treysta í þessum heimi.
Andvarp.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home