þriðjudagur, apríl 27, 2004

Samsæriskenningar gefa lífinu lit. Ég er með eina slíka: Er það tilviljun ein að þegar þjóðin gapir samtaka í forundran yfir hroka og ófyrirleitni sjálfskipaðs varnarmálaráðherra sem brýtur lög og rífur kjaft þegar í hann er hnýtt þá kemur forsætisráðherra með splunkunýtt sjokkfrumvarp? Frumvarp sem breytir kannski engu sérstöku fyrir lýðinn, en sem pottþétt nær athygli fjölmiðlanna (og einkum þeirra) þannig að skyndilega falla afglöp fyrrnefnds ráðherra alveg í skuggann? Ég vil meina að tímasetning skipti miklu hér. En kannski er ég að missa af einhverjum málsatriðum?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home