föstudagur, júní 25, 2004

Einu sinni var kjörinn forseti á Íslandi sem var með píku en ekki tippi eins og áður hafði tíðkast. Olli þetta miklum straumhvörfum fyrir íslenska þjóðarsjálfsmynd. Atvikið varð heimsfrægt, Ísland þótti hafa komist á toppinn hvað varðaði jafnrétti kynja og í beinu framhaldi lagðist kvenréttindabarátta af, rauðir sokkar komust úr tísku og orðið femínisti varð að fúkyrði.
Í ár eru kosningar og að þessu sinni eru frambjóðendurnir þrír allir með tippi (skv. traustustu heimildum Véfréttar). Ekki nóg með það, heldur eru þeir allir svo illa brenndir á viðureign sinni við íslenskt kvenfólk að þeir hafa leitað út fyrir landsteinana eftir kvonfangi allir sem einn.
Íslenskar konur eru sennilega komnar eins langt frá forsetaframboðinu og þær komast, eða má lesa út úr þessu einhver flóknari skilaboð?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home