miðvikudagur, júlí 09, 2008

Jú, mikið rétt - Véfréttin hefur ekki bloggað mikið upp á síðkastið. Ketkonurnar hafa fengið að tróna á toppnum ansi lengi.

Svona er víst lífið.

En Véfréttina langar að deila með ykkur rasshitafóbíu sinni. Hún brýst einna helst fram í strætó. Í Mosó-rútunni í gamla daga átti litla Véfréttarbarnið oft í stökustu vandræðum vegna téðrar fóbíu. Hún birtist í ofsafengnum ótta við hitann sem stafar af sætum sem aðrir rassar hafa nýlega vermt. Kannast einhver við þetta?

Nema hvað, jafnvel fegurstu yndisverur gefa frá sér mengaðan rasshita, skv. fílósófíu Véfréttarbarnsins. Að því sögðu verður þó að taka fram að mengunaráhrifin urðu því alvarlegri sem rasseigendur voru minna álitlegir.

Véfréttarbarnið átti það til að álpast í sæti sem aðrir höfðu nýlega setið í og átti þá í stökustu vandræðum með að skorða sig af þannig að það ,,virtist sitja" en snerti þó ekki hið hættulega, mengaða svæði - allt þar til sætið varð orðið kalt á ný. Þessi vandræði urðu hvað mest þegar einhver sem áður hafði setið í sæti nær ganginum færði sig að glugganum til að rýma til fyrir Véfréttarbarninu. Tilfæringar Véfréttarbarnsins við að þykjast sitja en snerta þó sætið eigi fóru eflaust ekki fram hjá sessunautum þess.

Nú er Véfréttin rígfullorðna nýbyrjuð að taka strætó á ný eftir 5 ára hlé. Og sjálfri sér að óvörum verður hún vör við að rasshitafóbían lætur á sér kræla á ný.

Í dag vann Véfréttin stóran áfangasigur í baráttunni við fóbíuna þegar hún hlammaði sér í ylvolgt sæti við glugga og beitti sjálfa sig miklum sjálfsaga til að sitja þar sem fastast í þær 10 mínútur (á að giska) sem eftir voru af strætóferðinni.

Baráttan heldur áfram, t.d. á föstudaginn þegar 19 klukkustundum verður varið í setu í flugvélum (x3), flugvallarbiðsölum og e.t.v. einhverjum rútum og/eða strætóum.

To be continued...

2 Comments:

Blogger Unknown said...

Veiii! Blogg!!
Velkomin aftur!

mánudagur, júlí 14, 2008 7:46:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

óguðminngóður! Rasshitafóbía, HA????

mánudagur, júlí 14, 2008 8:23:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home